Talnagrunnur
The 3 steps are Choose table, Choose variable and Show result. You are currently at Velja breytu

Lágmarksdagvinnutaxti fyrir almenna verkamannavinnu 1906-2017, árleg meðaltöl

Velja breytur

1.12.2017
Krónur/vísitala
SOG06029
Now you have come to the page, Choose variable. This page give you the oportunity to select which variables and values you want to display in your result of the table. A variable is a property of a statistical unit. The page is divided into several boxes, one for each variable, where you can select values by click to highlight one or more values. It always starts with the statistics variable which is the main value counted in the table.
Field for searching for a specific value in the list box. This is examples of values you can search for.1906 , 1907 , 1908 ,

Valið 0 Alls 112

Valið 0 Alls 2

Fjöldi valinna reita er:
(Hámarksfjöldi er 100.000)

Framsetning á skjá takmarkast við 10.000 línur og 100 dálka

Fjöldi valinna reita er yfir hámarki 100.000
Hagstofan hefur á undanförnum áratugum birt fleiri en eina útgáfu af dagvinnutaxtakaupi í þeirri viðleitni að bregða upp mynd af launaþróun fyrir verkamannastörf, einkum á 20. öldinni. Var einkum notast við kauptaxta Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í Reykjavík á meðan slíkt var framkvæmanlegt. Árin 1906-1942 var í gildi einn kauptaxti hjá Dagsbrún og var þar af leiðandi ekki greint á milli lágmarkstímakaups eða tímavinnukaups fyrir almenna verkamannavinnu í Reykjavík. Árið 1942 tók töxtum að fjölga og skiptu taxtaflokkar þá verulegu máli við greiðslu tímavinnukaups, töxtum fjölgaði og urðu flestir 11 talsins til ársins 1972. Á árunum 1942-1962 var lægsti kauptaxtinn greiddur fyrir „almenna verkamannavinnu“ og var sá taxti um leið nokkurs konar lágmarkstímavinnukaup. Frá og með 1962 var farið að greiða hafnarverkamönnum hjá Dagsbrún álagsgreiðslur ofan á lægsta taxta og hélst sú venja fram á 9. áratug 20. aldar að greiða aukaþóknanir til verkamanna fyrir tiltekin störf sem véku frá því sem kalla má lágmarkstímakaup. Árið 1972 var í þessu sambandi ákveðin stefnubreyting innleidd í samningum sem fólst í því að í stað ákveðins taxtaflokks tók tímavinnukaup frekar mið af tegund starfs eins og sú ákvörðun var tilkynnt og skilgreind í greinargerðum Hagstofunnar með töflum um þróun tímavinnukaups á 8. og 9. áratug 20. aldar. Jafnframt fylgdi slíkum greinagerðum sú afstaða að réttara væri að fylgja þróun tímakaups hafnarverkamanna í stað lágmarkstímavinnukaups þar sem tiltölulega fáir verkamenn sætu þeim kjörum á vinnumarkaði. Gilti sú afstaða Hagstofunnar í stórum dráttum fram til 1986 eða fram til þeirrar stundar að taxtakerfi Dagsbrúnar var gjörbreytt í samningum sem gerði samanburð milli tímabila næsta óraunhæfan. Má draga þá ályktun að tölur sem sýna tímavinnukaup hafnarverkamanna í Reykjavík megi skoða sem tímabundið frávik frá lágmarkstímavinnukaupi á árunum 1962-1986 því eftir það kemur í ljós við samanburð í kaupgjaldsskrám á svokölluðu lágmarkstímavinnukaupi og grunnkaupi fyrir verkamannastörf að munurinn hverfur. Hér er engin tilraun gerð til þess að meta hve margir einstaklingar taka kaup á þessum lægstu tímavinnutöxtum en draga verður þá ályktun að eina raunhæfa leiðin til þess að rekja þróun tímavinnukaups verkafólks yfir rúmlega eitt hundrað ára tímabil sé að fylgja þróun lægsta taxtakaupsins fyrir fullorðna einstaklinga (unglingar undanskildir) hverju sinni. Hér er því sýnd langtímaþróun tímavinnukaups verkafólks í Reykjavík en af því leiðir að fyrir tiltekin ár er ekki því ekki hægt að sýna raunverulegt tímavinnukaup verkafólks þar sem bæta þyrfti við ýmsum samningsbundnum aukaþóknunum og greiðslum sem voru háðar stað og stund. Ofangreindir fyrirvarar við val á viðmiðunarkaupi segja heldur ekki alla söguna um það tímavinnukaup sem á endanum var greitt við útborgun. Á þeirri rúmu öld sem þróun lágmarkstímavinnukaups er rakin í meðfylgjandi veftöflum hafa komið til sögunnar viðbótargreiðslur og eru orlofsgreiðslur og framlag í sjúkrasjóð stéttarfélagsins gott dæmi þar um. Þá hækkaði orlofsprósentan í áföngum sem skipti miklu fyrir afkomuþróun verkafólks gegnum tíðina. Hvernig endanlegt kaup var reiknað í smáatriðum er langt í frá auðrekjanlegt fyrir samningsaðila, sérfræðinga í launamálum eða launþegana sjálfa. Ekki var heldur auðvelt að rekja launaþróun verkafólks samkvæmt þeim vinnuhandritum sem til urðu á Hagstofunni til þess að fylgjast með launaþróun á Íslandi, meðal annars til að kanna hvernig kaupmáttur launa þróaðist. Ýmsar tölur Hagstofunnar sem sýndu launþróun eftir tímabilum hvíldu á misjöfnum reikniforsendum hvað aukagreiðslur snerti og því ekki alltaf innbyrðis samkvæmar. Einu atriði var þó ekki hnikað við útreikning á tímavinnukaupi öll árin en það var sú hækkun sem bættist við kauptaxta sem verðlagsuppbót. Tímavinnukaupið sem hér er birt í töflum sýnir samtölu samningsbundins grunnkaups (í krónum talið) að viðbættum verðbótum vegna verðhækkana. Þessi verðbótahækkun birtist í margvíslegum myndum og á ýmsum tímum sem aðilar vinnumarkaðsins og opinber stjórnvöld gátu haft áhrif á. Hugtakið „kaupgjaldsvísitala“ átti um árabil sitt blómaskeið í samskiptum milli aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera. Verðlagsuppbætur voru greiddar ýmist sem umsamdar prósentuhækkanir ofan á grunnkaup, sem krónutöluhækkanir, sem launabreytingar á grundvelli kaupgjaldsvísitalna af ýmsum toga (með skerðingu og án) og stundum sem sambland allra þessara þátta. Hagstofan hefur í undirbúningi birtingu á dagsettu yfirlit um helstu áfanga í þróun launa hjá verkafólki á 20. öld og fyrstu áratugum 21. aldar. Má með því móti skoða skýringar við einstakar launbreytingar og helstu þættina sem hafa haft áhrif á þróun launa gegnum tíðina. Ef vel er að gáð hefur slík samantekt í reynd víðtækari skírskotun um þróun kjaramála fyrir marga aðra launþegahópa á vinnumarkaði á því tímabili sem hér um ræðir.